Aeg-Electrolux L64810 User Manual Page 6

  • Download
  • Add to my manuals
  • Print
  • Page
    / 36
  • Table of contents
  • BOOKMARKS
  • Rated. / 5. Based on customer reviews
Page view 5
6
Ef ekki á að nota vélina um einhvern tíma bera að taka hana úr
sambandi við rafmagn og skrúfa fyrir vatn.
Aldrei taka vélina úr sambandi með því að toga í snúruna, takið ávallt
um rafmagnsklóna sjálfa.
Notið ekki fjölliða klær, millistykki eða framlengingarsnúrur.
Brunahætta vegna ofhitnunar!
Ekki hreinsa vélina með því að sprauta á hana vatni. Hætta á raflosti!
Þegar þvegið er á miklum hita hitnar glerið í hurð vélarinnar. Ekki
snerta!
Áður en neyðartæming er framkvæmd, áður en skolvatnsdæla er
hreinsuð eða dyrnar eru opnaðar í neyð skal leyfa skolvatninu
kólna.
Smádýr geta nagað rafmagnssnúru og vatnsslöngur svo að þær
skemmist. Hætta á raflosti eða vatnstjóni! Gætið þess að dýr komist
ekki að þvottavélinni.
Förgun
2
Umbúðir
Allar umbúðirnar eru umhverfisvænar og endurvinnanlegar. Plasthlutar
eru merktir með alþjóðlega stöðluðum skammstöfunum, t. d. >PE<,
>PS< o.s.frv. Fargið umbúðum utan af vélinni á endurvinnslustöð.
2 Eldri vélar
Táknið
W á vörunni eða á umbúðum hennar táknar að vöruna megi
ekki meðhöndla sem heimilissorp. Þess í stað ber að skila henni á
viðeigandi endurvinnslustöð sem tekur við rafeindabúnaði og
rafmagnstækjum. Með því að tryggja að vörunni sé fargað á réttan hátt
stuðlar þú að því að koma í veg fyrir neikvæð áhrif sem röng förgun
vörunnar gæti hugsanlega haft á umhverfi og heilsu. Nánari
upplýsingar um endurvinnslu þessarar vöru er hægt að fá hjá
yfirvöldum hreinsunarmála í þínu sveitarfélagi eða í versluninni þar sem
varan var keypt.
1 Aðvörun! Þegar vél er orðin úrelt skal taka rafmagnsklóna úr sambandi.
Klippið rafmagnssnúruna í sundur og fjarlægið ásamt klónni.
Eyðileggið lásinn á hurðinni. Þá geta börn ekki lokað sig inni í vélinni,
en það er lífshættulegt.
Page view 5
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 ... 35 36

Comments to this Manuals

No comments